Fréttir - Nýtt byggingaland

Nesbyggð ehf. hefur keypt 30 hektara af landi við Voga á Vatnsleysuströnd. Landið er að austanverðu við Vogana, á svokölluðu "Grænuborgarsvæði" (í átt að Reykjavík). Á þessu stað hefur verið skipulögð á milli 400 og 500 íbúða byggð í samstarfi við sveitarfélagið. Þessum framkvæmdum verður skipt í tvo áfanga.

Vinna við fyrri áfangann hefjast fljótlega og fyrstu íbúðirnar verða fullbúnar á næsta ári. Í Vogum á Vatnleysuströnd er að hálfu sveitarfélagsins, lagður mikill metnaður í að tryggja að þessi stækkun gangi vel fyrir sig.

Af hálfu Nesbyggðar ehf. verður lögð sérstök áhersla á að vandað sé til verka og að allur frágangur, bæði húsa og lóða, verði til fyrirmyndar. Þá er fyrirhugað í fyllingu tímans að selja byggingarhæfar lóðir til einstaklinga. Hönnunarvinnu er ekki að fullu lokið.

• Bráðabirgðauppdráttur í PDF-útgáfu að skipulagi svæðisins  Bráðabirgðauppdráttur í PDF_utgáfu

• Sveitarfélagið Vogar á Vatnsleysuströnd

7. mars 2008                                        <Til baka>