Fréttir - Fjörug óvissuferð starfsfólks Nesbyggðar ehf.

Fyrsta vetradag var farið í óvissuferð með starfsmenn Nesbyggðar ehf. Lagt var af stað úr Reykjanesbæ um klukka tíu og ekið sem leið lá til Hveragerðis og stoppað í Eden. Þar var hin eini sanni Magnús Sigmundsson tekin með í rútuna og var hann að sjálfsögðu með gítarinn með sér.

Síðan var ekið niður til Eyrarbakka og í gegnum Selfoss og að Ölversholti og nýja bruggverksmiðjan skoðuð. Þar dró Magnús upp gítarinn og spilaði og söng nokkur lög á meðan starfsmenn Nesbyggða gæddu sér á bjórnum. Eftir um klukkutíma stopp var haldið til Reykjavíkur með viðkomu í Hveragerði, þar sem Magnús hélt til síns heima og áður en hann kvaddi gaf hann öllu geisladisk. Þá var haldið í keiluhöllina og voru teknir nokkrir leikir þar og boðið upp á pizzur og bjór.

Um kl sjö var haldið heim á leið og voru það ánægðir og nokkuð hressir starfsmenn sem voru komnir til síns heima um áttaleitið. Dísa og Gústa sáu um framkvæmd þessara ferðar og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir.

3. nóvember 2008                                        <Til baka>