Fréttir - Áhorfendastúka byggð í Ólafsvík

Gerður hefur verið Verksamningur við Víking í Ólafsvík um byggingu áhorfendastúku. Margir mættu á Ólafsvíkurvöll 16. október til að taka fyrstu skóflustunguna við völlinn í Ólafsvík. Kostnaður við stúkubygginguna verða um 21 milljón.

Nesbyggð mun styrkja bygginguna um 7 milljónir og Snæfellsbær um aðrar 7, það sem uppá vantar fæst væntanlega úr mannvirkjasjóði KSÍ auk þess sem fleiri styrktaraðilar hafa gefið vilyrði fyrir styrkjum. Nesbyggð hefur þegar hafið framkvæmdir við stúkuna og verður byggingu stúkunnar lokið fyrir jól ef veður leyfir.

Sjá hér frétt í Bæjarblaðinu Jökli um fyrstu skóflustunguna

1. nóvember 2010                                        <Til baka>