Fréttir - 1.200 m² vatnsverksmiðja í Rifi á Snæfellsnesi

Skrifað hefur verið undir verksamning um að reisa 1.200 m² vatnsverksmiðju í Rifi á Snæfellsnesi. Nýja húsið mun rísa á næstu lóð við Hraðfrystihús Hellissands skammt frá hafnarbakkanum.

Það er byggingarfélagið Nesbyggð sem sér um byggingu hússins sem verður 1.200 fermetrar að stærð. Myndin sýnir þegar fyrsta skóflustungan er tekin í Rifi fyrir vatnsverksmiðju.

23. júní 2011                                        <Til baka>