Nú er rétti tíminn til viðhalds og viðgerða

Hjá Nesbyggð ehf. starfa smiðir múrarar, málarar, pípulagningamenn og rafvirkjar ásamt tækjamönnum og fleiri iðnaðarmönnum.

Þessi hópur hefur á undanförnum árum skilað af sér fjölda íbúða með góðum árangri. Mikil áhersla hefur verið lögð á vönduð vinnubrögð og eru ánægðir viðskiptavinir okkar besta auglýsing.

Menntaður byggingastjóri ásamt byggingameisturum starfa hjá fyrirtækinu og taka þeir ábyrgð á verkum þess. Þá eru fyrirtækið með fyrsta flokks tækjabúnað.

Einnig starfrækir fyrirtækið jarðvinnudeilda þar sem öll tæki eru til staðar. Að ofansögðu má sjá að Nesbyggð ehf getur tekið að sér flest verki bæði stór og smá.

Ferli tilboðs

  1. Gert er tilboð í verkið verkkaupa að kostnaðarlausu . Þar koma fram: Tilboðsupphæð, greiðslufyrirkomulag og verktími ásamt verklýsingu.
  2. Greiðslufyrirkomulag: Í smærri verkum er greitt inn tilboðið og síðan lokagreiðsla að verki loknu. Í stærri verkum eru greiðslur háðar verkframvindu.
  3. Endurgreiðsla VSK. Allur virðisaukaskattur af vinnu á byggingastað fæst endurgreiddur. Nesbyggð fyllir út nauðsynleg gögn fyrir skattayfirvöld. Í boði er að Nesbyggð bíði eftir VSK hluta reikningsins þar til hann fæst endurgreiddur.
  4. Aukaverk: Reynt er að hafa allt innifalið í tilboði og ALDREI er unnið aukaverk sem ætlast er til að verði greitt utan tilboðs. nema með samþykki eiganda.
Annað

Lögð er sérstök áhersla á góða umgengni þannig að framkvæmdir valdi ekki tjóni eða skemmdum. Þá er mikið lagt upp úr því að tímaáætlanir standist en þó gengur verkvöndun ávallt fyrir öðru.

Vanti þig tilboð í verk þá annað hvort hafðu samband við Pál í síma 840 6100 eða senda okkur netpóst með nánari upplýsingum um væntanlegt verk.

Þessi síða var uppfærð 2. febrúar 2010                                        <Til baka>